Lögreglumenn við umferðareftirlit á Norðurlandsvegi tilkynntu um reyk er lagði frá sumarbústað í Húnaþingi vestra síðdegis í gær. Óskað var eftir slökkviliði á vettvang en fljótlega varð bústaðurinn alelda. Húsið var mannlaust.
Brunavarnir Húnaþings vestra réðu niðurlögum eldsins. Eldsupptök eru ókunn og málið er í rannsókn lögreglu.
Þetta kom fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra.