Nýir eigendur hafa tekið við Listhúsi Fjallabyggðar í Ólafsfirði. Hjónin Shok Han Liu og Sigurður Svavarsson hafa keypt húsnæðið og hófst rekstur þess 1. nóvember s.l.

Þar verður boðið upp á gestavinnustofur fyrir listamenn og sýningarsal. Meðal nýjunga er að bjóða listamönnum tímabundið ókeypis afnot af sýningarsalnum sem er um 80 fm á stærð. Nú er tekið við umsóknum vegna sýninga og gestavinnustofu fyrir árið 2012.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Listhússins hér.