Listasmiðjan SKAFL fer fram í Alþýðuhúsinu á Siglufirði í sjöunda sinn með þátttöku listamanna með ólíkan bakgrunn í listum dagana 14. – 16. nóvember.
Fólk kemur saman víða að og vinnur í frjálsu flæði og þvert á listgreinar í nokkra daga. Smiðjan er hugsuð sem tilraunasmiðja og verða því ekki endilega til fullmótuð verk eða hugmyndir á vinnutímanum. Mikilvægast er samtalið og samvera listamannana og samskipti við bæjarbúa.

 

Dagskrá

Fimmtudagur 14. nóvember
kl. 10.00 – 19.00 – þátttakendur vinna að verkum sínum.
kl. 20.30 – listamannaspjall, Karen Havskov Jensen og Klavs Weiss.

Föstudagur 15. nóvember
kl. 10.00 – 19.00 – Þátttakendur vinna að verkum sínum.
kl. 20.30 – 21.00 – Píanótónleikar, Þórir Hermann Óskarsson.
kl. 21.00 – 22.00 – Fyrirlestur, Birta Guðjónsdóttir.

Laugardagur 16. nóvember
kl. 14.00 – 17.00 – Sýning í Ráðhússal Fjallabyggðar á Siglufirði á verkum þátttakenda.