Í dag, laugardaginn 30. mars verður opið á Skíðasvæðinu í Skarðsdal frá kl 10-16. , Fimm stiga frost er á svæðinu og léttskýjað. Á svæðinu er troðinn nýr snjór og hefur snjóað u.þ.b. 10-20 cm í brekkurnar.  Þá verður göngubrautin á Hólssvæði tilbúin kl. 12.  Á föstudaginn langa var nýtt aðsóknar met á svæðinu, þá komu 1200 manns. Á Skírdag komu 1.050 manns sem var nýtt met þá.

Lifandi tónlist verður við Skíðaskálann í dag, Gómarnir mæta á svæðið !

Skíðasvæðið á Siglufirði