Kiwanisklúbburinn Skjöldur á Siglufirði stóð fyrir uppákomu fyrir eldri borgara á Siglufirði í Skógræktinni í dag. Grillhátíð var haldin eftir hádegið og en Kiwanismenn voru að undirbúa svæðið í morgun þegar að undirritaður var á göngu um svæðið ásamt fjölskyldu.

Þá virtist talsvert vatnsmagn vera Leyningsfossi en það er einstakur staður í Skógræktinni á Siglufirði.