Knattspyrnufélag Fjallabyggðar hefur nú klárað riðlakeppnina í Kjarnafæðismótinu sem hófst í desember. KF mætt i KFA í lokaumferðinni og vann KFA 3-0. KF tapaði þar með öllum leikjum sínum á þessu æfingamóti.
Næsta verkefni liðsins er Lengjubikarinn en liðið mun leika 5 leiki í febrúar og mars á þessu móti. KF spilar í B-deild í 4. riðli á samt Dalvík/Reyni, Hetti/Huginn, KFA, Magna og Tindastól.
Fyrsti leikur KF verður leikinn 16. febrúar gegn Hetti/Huginn og fer leikurinn fram í Boganum á Akureyri.
Greint verður frá úrslitum þessara leikja hér á síðunni, og er einnig laust auglýsingapláss með þessum fréttum.