Fyrsti heimaleikur meistaraflokks Knattspyrnufélags Fjallabyggðar fer fram laugardaginn 14.maí
kl.14:00. Leikurinn er í 2. umferð 2. deildar karla í knattspyrnu. Andstæðingar að þessu sinni er Magni frá Grenivík. Þar sem vellirnir í Fjallabyggð eru ekki leikfærir hefur leikurinn verið
fluttur til Akureyrar, nánar tiltekið á gervigrasvöllinn á KA-svæðinu.

Allir á völlinn og hvetjum strákana okkar til sigurs!