Nemendur í 10. bekk í leiklistarvali í Dalvíkurskóla sýna í samstarfi við Leikfélag Dalvíkur leikritið Fáránlega fine á laugardaginn næstkomandi. Sýningar fara fram í Ungó á Dalvík.  Leikritið er sköpunarverk nemendanna sjálfra en þeir nutu leiðsagnar kennaranna og Andreu Ragúels og Tone Maria.

Leikritið fjallar um unglinga sem eru að glíma við öll helstu vandamál unglingsáranna. Flestrar stelpurnar í bekknum virðast hrífast af sama stráknum og er það ekki alltaf auðvelt. Öllum brögðum er beitt til þess að fá vinsælasta strákinn á sitt band.
Kjaftasögur og stelpudrama eru meðal vandamála sem unglingarnir standa frammi fyrir. Sumt ná þau að leysa og annað ekki.

Generalprufa fer fram föstudaginn 24. jan k.l 14:00. Nemendur 10. bekkjar velkomnir.

Sýningar fara fram dagana:

1.     sýning laugardaginn 25. jan kl 14:00 – frumsýning
2.     sýning laugardaginn 25. jan kl 16:00
3.     sýning mánudaginn 27. jan kl 18:00
4.     sýning þriðjudaginn 28. jan kl 20:00
5.     sýning miðvikudaginn 29. jan kl 18:00
6.     sýning fimmtudaginn 30. jan kl 20:00

Sýningar fara fram í Ungó.
Miðasalan er opin allan virka daga milli 18:00 og 21:00. Sími miðasölu er: 868-9706.
Miðaverð er 1000 krónur fyrir fullorðna og 500 krónur fyrir börn á leikskóla- og grunnskólaaldri.
Ágóði af sýningunni rennur í ferðasjóð 10. bekkjar.

leikhopur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd og heimild frá heimasíðu Dalvíkurbyggðar, www.dalvik.is