Nú þegar Íslandsmótið er að hefjast hjá meistaraflokki í 2. deild karla í knattspyrnu (n.k. laugardag gegn Völsungi í Boganum á Akureyri) er gott fyrir íbúa Fjallabyggðar og fótboltaunnendur að kynna sér aðeins hverjir koma til með að sprikla á vellinum fyrir Knattspyrnufélag Fjallabyggðar í sumar. Í dag verða kynntir markverðir og varnarmenn KF.

Markverðirnir verða tveir að berjast um stöðuna.

Annars vegar Halldór Guðmundsson, fæddur 1992.

og hinsvegar Hugi Jóhannesson sem fenginn hefur verið að láni frá KR, fæddur 1992.

Í vörninni koma til með að spila:

Arnar Geir Ásgeirsson, fæddur 1991.

Kristján Vilhjálmsson, fæddur 1988.

Magnús Blöndal, fæddur 1989.

 

Sigurjón Fannar Sigurðsson, fæddur 1990.

Og fyrirliðinn,

Milos Glogavac, fæddur 1980.

Texti: Þorvaldur Þorsteinsson / Magnús Rúnar Magnússon
Myndir: Þorvaldur Þorsteinsson / KF