Leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, María Sigurðardóttir, lætur af störfum í lok mánaðarins. Ástæða starfslokanna er þrýstingur á stjórn leikfélagsins um að hún hætti störfum tafarlaust.

Til stóð að María kláraði leikárið hjá LA en hún mun þess í stað láta af störfum eftir næstu frumsýningu þann 28. október í samráði við stjórn LA.  Í bréfi sem María sendi fjölmiðlum segist hún ósátt við að geta ekki klárað leikárið sem hún hefur skipulagt að öllu leyti varðandi verkefnaval, mannaráðningar og fleira. Segir hún að á bak við kröfuna um brotthvarf hennar búi ekki umhyggja fyrir leikhúsinu því að þegar leikhússtjóri yfirgefur leikhúsið á miðju leikári skapar það álag og óöryggi fyrir starfsfólk hússins.

Rúv.is greinir frá.