Leiksýning Leikfélags Hörgdæla, Með fullri reisn, sem sló öll aðsóknarmet í vor, verður tekin til sýninga á ný nú í haust. Þýðandi verksins er Karl Ágúst Úlfsson og leikstjóri er Jón Gunnar Þórðarsson.

Áætlaðar eru tíu sýningar og er nú þegar orðið uppselt á nokkrar þeirra.  Sýningar fara fram frá 20. október til 5. nóvember og er hægt að panta miða í s. 821 9659. Nánari upplýsingar er að finna hér.

Fyrstu sýningar verða:

31. sýning · fimmtudaginn 20. október kl. 20:30
32. sýning · föstudaginn 21. október kl. 20:30
33. sýning · sunnudaginn 23. október kl. 20:30

Miðaverð er 2500 kr og verða sýningar á Melum í Hörgárdal.