Leik KF og Hattar í 2. deild karla í knattspyrnu sem fara átti fram á laugardaginn 29. ágúst hefur verið færður til sunnudags vegna vallaraðstæðna á Ólafsfjarðarvelli. Miklar rigningar hafa verið og er völlurinn mjög blautur og margir pollar á vellinum. Leikurinn hefst kl. 14, sunnudaginn 30. ágúst.

knattspyrnuvollur_web600