Rætt var um fyrirhugaða sameiningu framhaldsskólanna á Akureyri á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í vikunni. Þar var samþykkt eftirfarandi bókun:
Við teljum einsýnt að skortur sé á trausti milli aðila, í allri umræðu um fyrirhugaða sameiningu/samstarf VMA og MA. Farið var of geyst, undirbúningi ábótavant og samráð hefði þurft að vera meira. Við leggjumst gegn sameiningu framhaldsskólanna tveggja á forsendum sparnaðar og hvetjum ráðherra til að veita skólasamfélögunum meira svigrúm til að koma saman og móta sér framtíðarsýn á eigin forsendum.