Ljósmynd: Upplýsingamiðstöð Dalvíkurbyggðar

Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar hefur lagt til að keyptar verði fimm nýjar hraðahindranir og að þær verði staðsettar í Hólavegi, Svarfaðarbraut og Bjarkarbraut á Dalvík. Ein hraðahindrun verði staðsett í Aðalgötu á Hauganesi og ein í Aðalbraut á Árskógssandi.