Atvinnu- og ferðamálanefnd Langanesbyggðar hefur rætt þá hugmynd að sett yrði upp vatnsrennibraut við sundlaugina á Þórshöfn sem myndi virka sem gríðarlegt aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Það er vitað að afþreyingu vantar fyrir fjölskyldufólk og telur nefndin að þessi framkvæmd myndi spila stórt hlutverk í því.