Undanfarið hefur verið unnið að þriðja áfanga í LED-væðingu götulýsingar í Dalvíkurbyggð. Búið er að skipta út lömpum á Hauganesi, Árskógssandi og í utanverðum bænum á Dalvík. Nú er unnið að því að skipta út lýsingu í syðri hluta Dalvíkur.
Við endurnýjunina er töluvert magn af ljóskerjum sem við þurfum að farga en áhugasamir geta haft samband við Dalvíkurbyggð ef þeir geta nýtt sér þessi ljósker.
Senda má póst á helgairis@dalvikurbyggd.is.
Eigna- og framkvæmdadeild Dalvíkurbyggðar greindi fyrst frá þessu á samfélagsmiðlum.