Á kortavef Fjallabyggðar er nú hægt að sjá þær lóðir sem lausar eru til umsóknar á Siglufirð og í Ólafsfirði. Á kortavefnum er einnig hægt að fá upplýsingar um stærð lóða og hámarks byggingarmagn samkvæmt deiliskipulagi. Fjallabyggð vinnur að því að deiliskipuleggja nokkrar lóðir og verður þeirri vinnu lokið í lok árs 2023.
Ívilnanir
Fjallabyggð fellir tímabundið niður öll gatnagerðargjöld til loka árs 2024.
Nánari upplýsingar má finna á vef Fjallabyggðar.