Nes listamiðstöð ehf. auglýsir 50% starf verkefnisstjóra fyrir listamiðstöðina laust til umsóknar.  Verkefnisstjóri annast daglegan rekstur listamiðstöðvarinnar, s.s. markaðs- og kynningarstarf, samskipti við listamenn og umsýslu með vinnustofum, gistirými, viðburðum og öðrum umsvifum.  Verkefnisstjóri starfar jafnframt með stjórn félagsins að stefnumörkun til áframhaldandi uppbyggingar listamiðstöðvarinnar.

Starfsstöð hans er á Skagaströnd.

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á sviði lista og / eða menningar æskileg eða menntun sem nýtist til starfsins.
  • Góð enskukunnátta
  • Reynsla af verkefnum á sviði lista- og menningar.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Sjálfstæð og skipuleg vinnubrögð.
  • Frumkvæði, áhugi og drifkraftur.

Umsóknarfrestur er til og með 10. október nk. og gildir póststimpill/tölvupóstsending þann dag.  Umsóknir með greinargóðum upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila, berist Nes listamiðstöð ehf., Túnbraut 1 – 3, 545 Skagaströnd eða sendist á eftirfarandi netfang: halldor@biopol.is

Nes listamiðstöð ehf. var stofnuð árið 2008 og þar hafa að jafnaði dvalist um 100 listamenn árlega..

Nánari upplýsingar veitir Halldór G. Ólafsson, sími 452 2977, netfang: halldor@biopol.is