Lóðin við Bakkabyggð 18 í Ólafsfirði er laus til úthlutunar að nýju hjá Fjallabyggð. Um er að ræða lóð fyrir einbýlishús á einni hæð og er hámarks byggingarmagn 270 fm. Stærð lóðar er 783 fm. Skammt frá Ólafsfjarðarvatni og glæsilegt útsýni inn fjörðinn. Stutt í alla þjónustu og skóla.
Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum þjónustugátt Fjallabyggðar www.fjallabyggd.is og er umsóknarfrestur til og með 16. júní 2024.
Nánari upplýsingar gefur skipulagsfulltrúi í síma 464-9100 eða á netfanginu iris@fjallabyggd.is.
Heiti lóðar | Húsgerð | Fjöldi hæða | Hámarks byggingarmagn | Stærð lóðar |
Bakkabyggð 18 | Einbýli | 1 hæð | 270 fm | 783 fm |
