Í dag verður þétt dagskrá á næstsíðasta degi Þjóðlagahátíðar á Siglufirði.  Dagskráin hefst á kirkjuloftinu í Siglufjarðarkirkju kl. 10:00 og síðar í dag verða viðburðir í Siglufjarðarkirkju, Þjóðlagasetrinu, Bátahúsi Síldarminjasafnsins og að lokum ball á Rauðku í kvöld. Á morgun lýkur hátíðinni með tónleikum í Siglufjarðarkirkju.

 

Kirkjuloftið kl. 10.00-12.00

Íslenskir og danskir þjóðdansar. Kennarar: Atli Freyr Hjaltason, Elizabeth Katrín Mason, Maren Hallberg og Jørgen Dickmeiss. Opið öllum ókeypis.

Siglufjarðarkirkja kl. 14.00 – 15.00

Miðnætursól. Frumflutt nýtt verk eftir Zvezdönu Novakovic.

Þjóðlagasöngkonana Zvezdana Novakovic frá Slóveníu og strengjakvartettinn Jökla

 

Þjóðlagasetrið kl. 15.30 – 16.30

Kvæðamannakaffi með vestfirska kvartettinum Hljómórum. Aðgangur ókeypis.

Dagný Arnalds söngur, Rúna Esradóttir söngur, Svanhildur Garðarsdóttir söngur, Jóngunnar Biering Margeirsson söngur og gítar

 

Siglufjarðarkirkja kl. 17.00 – 18.00

Áhyggjuleysi – Sorgenfri

Danska þjóðlagadúóið Svøbsk

Maren Hallberg harmónika og söngur, Jørgen Dickmeiss fiðla, gítar og söngur

 

Bátahúsið 20.30 – 22.30

Uppskeruhátíð. Listamenn af hátíðinni koma fram

Sérstakur heiðursgestur: Kvæðakórinn. Stjórnandi: Linus Orri Gunnarsson Cederborg

Rauðka kl. 23.00 – 24.00

Dansleikur í dönskum sveitastíl

Maren Hallberg harmonika og söngur, Jørgen Dickmeiss fiðla, gítar og söngur. Atli Freyr Hjaltason stjórnar dansinum.

 

Sunnudagur 7. júlí 2023

Siglufjarðarkirkja kl. 14.00 – 16.00

Sinfóníuhljómsveit unga fólksins

Hljómsveitin leikur svítu úr Blindisleik eftir Jón Ásgeirsson, nýjan píanókonsert eftir Gunnar Andreas Kristinsson og sinfóníu nr. 4 eftir Jóhannes Brahms. Einleikari er Joachim Kwetzinsky píanóleikari, Noregi. Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson.