Sameiginlegt lið KF og Dalvíkur í yngri flokkum léku 9 leiki á alþjóðlega ReyCup mótinu í Reykjavík í dag. Riðlar voru að klárast og úrslitakeppni að hefjast. Veður var með ágætum í allan dag og lítið um skúrir. Loka dagur mótsins eru á sunnudag.

Aftur var langur dagur hjá liðunum, en fyrsti leikur var kl. 8 í morgun og sá síðasti kl. 18 í kvöld. Gengi liðanna var misjafnt en þetta er stór reynsla fyrir krakkana og eitthvað um að iðkendur séu að spila upp yfir sig í flokki og taka stór hlutverk í liðunum.

4. flokkur kvenna (styrkleiki 2) hóf daginn gegn Austurlandi og héldu stelpurnar áfram sigurgöngu sinni og unnu flottan sigur 4-0. Liðinu hefur gengið vel á mótinu og vann 3 leiki og gerði eitt jafntefli í riðlinum sínum.

3. flokkur karla lék við Vestra í morgun og tapaðist leikurinn 3-0.

4. flokkur KF/Dalvík í 2. styrkleika léku við KA strákana í morgun í mjög erfiðum leik, og vann KA 8-0. KA hélt boltanum vel á meðan KF/Dalvík átti erfitt með að spila boltanum og áttu fá færi. KA spiluðu leikinn fast og nýttu vel færin og föst leikatriði.

3. flokkur kvenna hjá KF/Dalvík lék við Selfoss á gervigrasinu í Laugardal í jöfnum leik, sem endaði 1-1 og var ekki mikið um opin færi í leiknum.

4. flokkur karla(styrkleiki 1) lék við Þrótt á Leiknisvellinum og voru heimamenn talsvert sterkari og unnu 6-1.

4. flokkur karla (2. styrkleiki) lék við KR3 á Leiknisvellinum og unnu KF/Dalvík flotta 0-4 sigur.

3. flokkur karla í 2. styrkleika lék við Skagamenn í hörku leik, en ÍA vann nauman sigur 1-2.

4. flokkur karla (1. styrkleiki) léku síðdegis við Grindavík á vellinum við TBR höllina. Leikurinn var jafn en Suðurnesjaliðið vann 1-2.

3. flokkur kvenna átti síðasta leik dagsins fyrir KF/Dalvík og léku þær við KFR á TBR vellinum. KFR stelpurnar voru talsvert sterkari og unnu leikinn 5-0.

Myndir dagsins koma frá leikjum KF/Dalvík-KA.4.fl.kk, KF/Dalvík-Austurland 4.fl. kvk og KF/Dalvík-Selfoss 3. flokk kvk.

Stórar myndasyrpur frá mótinu munu birtast á morgun hjá okkur.