Landsmót yngri flokka í hestaíþróttum verður á Hólum í Hjaltadal dagana 13.-16. júlí. Glæsileg aðstaða er á Hólum til mótshalds og ýmis afþreying ekki langt undan fyrir þá sem það kjósa.  Það er hestamannafélagið Skagfirðingur sem stendur fyrir mótinu. Aðstaðan á Hólum er glæsileg í alla staði og ein sú besta á landinu.