Ungmennafélag Íslands hefur samþykkt var að úthluta Landsmóti 50+ árið 2025 til UÍF (Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar) og verður því keppnin haldin í Fjallabyggð.
Við undirbúning og framkvæmd er gert ráð fyrir miklu samstarfi aðildarfélaga UÍF, UMFÍ og sveitarfélagsins Fjallabyggðar. Verkefnið er stórt og spennandi og frábært fyrir sveitarfélagið að fá þetta stóra mót.
Mótið í sumar verður á Vogum í Vatnsleysuströnd á Reykjanesi en sumarið 2025 verður það haldið í Fjallabyggð.
Frétta- og fræðslusíða UÍF greindi fyrst frá þessu.