Stemma – Landssamtök kvæðamanna halda landsmót á Hvammstanga 21. – 23. apríl næstkomandi. Kvæðamannafélögin Iðunn og Vatnsnesingur halda utan um mótið að þessu sinni. Skráning er til 14. apríl.
Dagskrá Landsmótsins:
Föstudaginn 21. apríl kl. 20:00
Kvæðatónleikar í Félagsheimilinu Hvammstanga
Úrvals kvæðafólk kemur fram. Verð 1.000 kr fyrir alla, í reiðufé (enginn posi).
Laugardaginn 22. apríl – Fyrirlestur og námskeið í Nestúni 2-4
Kl. 10:00 Agnar Levy, flytur erindi um skáldin/hagyrðingana úr Vestur-Húnavatnssýslu.
Kl. 10:30 – 12:30 Kveðskaparnámskeið – Stemmur systkinanna frá Bergstöðum og Jóns Lárussonar frá Hlíð. – Kvæðamenn frá Vatnsnesi. Leiðbeinandi Bára Grímsdóttir.
Kl. 12:30 Hádegisverður í Sjávarborg. Verð: 2.850 kr
Sjávarréttasúpa með hörpuskel, þorski og risarækju. Borið fram með heimabökuðu brauði og smjöri kaffi & te er innifalið.
Kl. 13:30 – 15:30 “Þjóðlög sungin í einföldum útsetningum”. Leiðbeinandi Linus Orri Gunnarsson Cederborg.
Kl. 15:30 heimsókn að Stöpum á Vatnsnesi til Kjartans Sveinssonar og Maríu Huldar Markan. Þar verður boðið upp á kaffi og með því og kveðið úr rímum eftir Guðmund Bergþórsson. Einnig stansað við minnisvarðann um Guðmund Bergþórsson.
Kl. 19:30 Hátíðarkvöldverður og kvöldvaka í Félagsheimilinu. Verð: 5.000 kr
Þorvaldur Björnsson matreiðslumaður sér um veislu með lambahlaðborði og eftirrétti.
Skemmtidagskrá með kveðskap og fleiru. Ýmsir félagar Stemmu koma fram. Atli Freyr Hjaltason leiðir söngdansa.
Sunnudaginn 23. apríl kl. 10:00 – Aðalfundur Stemmu í Nestúni 2-4
Kl. 12:00 Hádegisverður í Sjávarborg. Verð: 3.950 kr
Þorskur dagsins, kaffi & te er innifalið.
Aðildarfélög Stemmu eru Kvæðamannfélögin Iðunn í Reykjavík, Vatnsnesingur í Vestur-Húnavatnssýslu, Gefjun á Akureyri, Ríma í Fjallabyggð, Árgali í Árborg, Snorri í Reykholti, Gná í Skagafirði og Félag ljóðaunnenda á Austurlandi.