KSÍ hefur skipað í starf landshlutafulltrúa í hverjum landsfjórðungi er það til þess að hægt sé að fylgjast betur með ungu og efnilegu knattspyrnufólki fyrir landsliðin.
Og er það Pétur Ólafsson sem mun gegna þessu starfi á Norðurlandi og mun hann heimsækja öll félög eftir áramót og koma á æfingar hjá 3. og 4. flokki karla og kvenna.
Í framhaldi af því verður boðað á æfingar í íþróttahúsinu Boganum á Akureyri þar sem að landsliðsþjálfarar koma í heimsókn og verða með æfingar. Þetta er gert til þess að skoða þessa krakka í sínu heimaumhverfi.