Tveir drengir úr Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar hafa verið valdir til úrtaksæfinga fyrir Norðurland á vegum KSÍ sem fram fer í Boganum á Akureyri á sunnudaginn. Þetta eru þeir Viktor Snær Þórisson og Valur Þrastarson. Báðir hafa þeir áður verið valdir í úrtaksæfingu KSÍ.

Þá hafa 8 krakkar frá Dalvík í 3.-4. flokki verið valin til úrtaksæfinga fyrir Norðurland á vegum KSÍ sem fram fer í Boganum á sunnudaginn. Þetta eru þau Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir, Þröstur Mikael Jónasson, Þorri Mar Þórisson, Nökkvi Þeyr Þórisson, Karl Vernharð Þorleifsson, Unnar Björn Elíasson, Sindri Ólafsson og Viktor Daði Sævaldsson.