Í dag, þriðjudaginn 29. janúar, eru 85 ár síðan Slysavarnafélag Íslands var stofnað í Bárubúð í Reykjavík.
Í tilefni afmælisins verður opið hús á skrifstofu félagsins í Skógarhlíð 14 frá klukkan 14:00-16:00. Félagsfólk er hvatt til að líta við og fá sér kaffi og köku.
Undirbúningsfundur fyrir stofnun félagsins var haldinn 8. desember 1927 og þar var kosin nefnd er vinna skyldi að stofnun björgunarfélags er tæki til alls landsins. Hér á landi væri langhæsta dánartala af völdum slysa er þekktist hjá nokkurri siðmenntaðri þjóð og þar vægju hin skelfilegu sjóslys þyngst. 128 manns gerðust stofnfélagar á fundinum í Bárubúð, 114 karlar og 14 konur. Þar af voru 25 skráðir ævifélagar. (Mannslíf í húfi, e. Einar S. Arnalds).