Lágheiðin milli Fljóta og Ólafsfjarðar er nú aftur opin og auglýst greiðfær á korti Vegagerðarinnar. Þessi skemmtilega leið hefur verið lokuð síðan í haust þar sem ekki er nein vetrarþjónusta á veginum. Í gær var skráð að hálkublettir hefðu verið á leiðinni, en loksins geta ferðamenn nýtt sér leiðina.

Í morgun var auglýst að dimm þoka væri á leiðinni.