Lágheiði milli Fljóta og Ólafsfjarðar er orðin fær aftur, en skráð er hjá Vegagerðinni að hálkublettir og  bleyta séu á veginum.  Lágheiðin lokaði í byrjun nóvember í fyrra og hefur verið lokuð og ófær alla daga síðan. Vegurinn opnaði í byrjun júlí í fyrra svo opnun í ár er rúmlega tveimur vikum fyrr miðað við árið 2020.

Vegurinn er ekki í vetrarþjónustu hjá Vegagerðinni og er því lokaður stóran hluta árs vegna snjóa.