Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri Fjallabyggðar, hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir stoðvirkjagerð í Hafnarfjalli á Siglufirði og staðsetningu lagersvæðis við suðurenda Siglufjarðarflugvallar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar samþykkti framkvæmdaleyfið og mælti með staðsetningu lagersvæðis við suðurenda Siglufjarðarflugvallar, en benti á að hafa þyrfti samráð við Isavia þar sem svæðið sker lóð flugvallarins.