Í dag eru tímamót á bæjarskrifstofunni hjá Fjallabyggð en Brynhildur Baldursdóttir lýkur sinni síðustu vakt eftir langan og farsælan starfsferil síðastliðin 43 ár.
Brynhildur hóf störf hjá Siglufjarðarkaupstað 1. janúar árið 1980 og hefur upplifað ýmis tímamót í sögu Siglufjarðar og hjá sameinuðu sveitarfélagi. Brynhildur hefur meðal annars unnið með ellefu bæjarstjórum hjá Siglufjarðarkaupstað og Fjallabyggð og verið ein af dýrmætustu starfsmönnum sveitarfélagsins, þjónað bæjarbúum af samviskusemi og dugnaði sem þjónustufulltrúi.
Síðasti starfsdagur hennar er í dag 26. maí.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjallabyggð ásamt mynd.