Þrjú ár eru síðan Sundlaug Sauðárkróks tók í notkun Infra-rauðan Gufuklefa. Að sögn sundlaugarvarða er aukin aðsókn í klefann en hann er staðsettur á efri hæðinni og er aðgangur að honum innifalinn í aðgangseyri.  Talsvert er um að fólk með gigt eða stoðkerfisvandamál fari í klefann með góðum árangri.

En hvernig virkar infra-rauði klefinn?
Hefðbundin sauna flytur hitann með því að dreifa heitu lofti og hita líkamann þannig frá toppi til táar en infra-rauðir ljósgeislar hita líkamann beint með djúphitun sem er við þægilegra hitastig (43-60°C) og hefur betri áhrif á heilsuna. Geislarnir fara um 4.5 cm inn í líkamann og örva innstu vefi og líffæri þannig að maður svitnar mun meira en í hefðbundinni sánu og líkaminn losar sig við óhreinindi sem erfitt er að losna við.

Infra-rauður ljósgeisli þýðir í raun djúphitun.

Infra-rauðir ljósgeislar
Kostir infra-rauðrar meðferðar hafa verið rannsakaðir í marga áratugi í Japan, Evrópu og Bandaríkjunum.
Infra-rauðir ljósgeislar eru m.a. notaðir á sjúkrahúsum til að halda hita á nýfæddum börnum.
Þeir sem nota infra-rauða klefa mikið hafa séð að infra-rauðir ljósgeislar:

– Losa eiturefni úr líkamanum
– Auka virkni ónæmiskerfisins
– Styrkja hjarta- og æðakerfið
– Auka blóðflæði
– Auka súrefnisflæði
– Bæta útlit húðarinnar
– Styrkja öndunarfærin
– Brenna kaloríum
– Auka liðleika liða
– Hjálpa við fitulosun og minnka cellulite
– Hækka sársaukaþröskuld
– Lækka blóðþrýsting
– Lækka blóðsykur
– Lækka kólesteról
– Minnka verki
– Hjálpa til við að minnka bólgur og bjúg