Fjallabyggð opnaði tilboð vegna sameininga íbúða á dvalarheimilinu Skálarhlíð á Siglufirði í lok ágúst. Tvö tilboð bárust í verkefni, bæði yfir kostnaðaráætlun og var annað tilboðið mun hærra en það lægast. Kostnaðaráætlun fyrir breytingarnar á íbúðunum voru tæpar 12,3 milljónir. L7 ehf bauð rúmlega 1,5 milljón yfir kostnaðaráætlun eða nákvæmlega 13.884.933 kr. Berg ehf skilaði hinsvegar inn mun hærra tilboð, rúmlega 6 milljónum yfir eða 18.524.178 kr.
Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkti að taka tilboði L7 ehf, sem var lægstbjóðandi í verkið.