Í dag miðvikudaginn 9. apríl, munu kvikmyndatökulið frá Glassriver verða við tökur í kringum menningarhúsið Tjarnarborg í Ólafsfirði. Þar hefur verið safnað miklum snjó síðustu daga til að láta líta út eins og snjóflóð hafi fallið. Aðgengi verður takmarkað um Strandgötu að Ólafsvegi meðan á tökum stendur frá kl. 17:00 til 05:00 en hjáleiðir verða merktar fyrir umferð.
Biðlað er til foreldra að ræða við börn og ungmenni um að leika sér ekki í snjónum þar sem ýmis tæki, búnaður og efni verða sett í snjóinn í tengslum við tökurnar.
Bent er á að notaðar verða vindvélar með tilheyrandi hljóði og hávaða í þessum tökum.
Næturtökurnar fara fram á höfninni og ættu ekki að trufla svefn neins.
Guðmundur Ingi Bjarnason tók myndir sem fylgja fréttinni.