Í fyrsta sinn á Íslandi verður haldin Kvikmyndahátíð frá Hong Kong. Listhús í Fjallabyggð í Ólafsfirði  og Sjónlistamiðstöðin á Akureyri munu standa fyrir þessum viðburði í febrúar næstkomandi. Um er að ræða sjálfstæða kvikmyndahátíð með myndum frá Hong Kong til að kynna Íslendingum fyrir öðrum stöðum í heiminum þar sem ekki er allt gert eftir bókinni. Leikstjórar munu hitta áhorfendur eftir hverja mynd og svara spurningum.

Sýningin verður bæði í Ólafsfirði og á Akureyri allan febrúar mánuð. Nánari upplýsingar um dagskrá má finna hér.

Staðsetning sýninga:

  • Deiglan: Kaupvangsstræti, 600 Akureyri|www.sjonlist.is
  • Listhús í Fjallabyggð : Ægisgötu 10, 625 Ólafsfjörður, www.listhus.com

1402_film