Kvikmyndatökur halda áfram í dag í Fjallabyggð, en í gær voru tökur við Sauðanes. Eftir klukkan 18:00 í dag verða tökur nærri Grunnskólanum í Ólafsfirði og við Ólafsfjarðarkirkju. Á mánudaginn verða tökur á Siglufirði við Fiskmarkaðinn og við höfnina. Á þriðjudaginn er gert ráð fyrir síðustu tökunum við kirkjugarðinn nýja á Siglufirði og við hesthúsin. Um er að ræða tökur við þáttaröðina Flóðið.
Stór sena var í vikunni við Tjarnarborg í Ólafsfirði þar sem sett var upp snjóflóð með tilheyrandi dramatík. Verktakar hafa nú fjarlægt snjóinn sem settur var þar fyrir framan húsið. Meðfylgjandi myndir eru frá Smáranum ehf., verktaka í Fjallabyggð.
Laugardagur 12. apríl kl. 18:00 – 5:00
Tjarnarstígur 3
Kirkjuvegur 10-12
Mánudagurinn 13. apríl
Rækjuvinnslan og Fiskmarkaðurinn á Siglufirði Höfnin og portið á milli húsa
Þriðjudagurinn 14. apríl
Nýi Siglufjarðarkirkjugarður
Fákafen hesthús, Siglufirði
Mögulega vindvélar