Sameiginleg kvennasveit GHD/GFB 50+ lék í 2. deild, Íslandsmóts golfklúbba um liðna helgi. Keppnin var haldin á Höfn.
Sveitin vann tvo leiki af þremur í undanriðli, vann Golfklúbb Öndverðarness (3-0), vann Golfklúbbinn Setberg (3-0) en tapaði fyrir Kiðjaberg (2,5-0,5).
Í undanúrslitum mættu þær Akureyringum og unnu þann leik (2-1).
Í úrslitaleiknum um 1. sætið mættu þær Kiðjaberg á ný. Sá leikur endaði með tapi (2-1)
Niðurstaðan 2. sæti í 2. deild, Íslandsmóts golfklúbba.
Lokastaðan:

1. Golfklúbbur Kiðjabergs.
2. GHD/GFB.
3. Golfklúbbur Vestmannaeyja.
4. Golfklúbbur Akureyrar.
5. Golfklúbbur Öndverðarness.
6. Golfklúbbur Húsavíkur.
7. Golfklúbburinn Setberg.
8. Golfklúbbur Hornafjarðar.