Þór/KA frá Akureyri tapaði á útivelli fyrir þýska stórliðinu Turbine Potsdam með átta mörkum gegn tveimur í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu í kvöld og er því úr leik. Arna Sif Ásgrímsdóttir og Diane Caldwell skoruðu mörk norðanstúlkna í kvöld. Þetta var síðari viðueign liðanna en fyrri leiknum lauk með 6-0 sigri þýska liðsins svo samanlögð úrslit urðu 14-2 Potsdam í vil.