Kvennalið KF/Dalvíkur í 3. flokki mætti Val í síðari leik dagsins á Reycup. Valur hafði unnið Þrótt 3-0 fyrri um daginn og KF/Dalvík vann Fjölni. Búist var við sterku Vals liði í þennan leik og sú varð raunin.

Valur var töluvert meira með boltann í fyrri hálfleik og skapaði sér ágætis færi. Staðan var þó 0-0 þegar dómarinn flautaði til leikhlés. Eftir stutt hlé hófst leikurinn aftur og nú var sólin farin að láta sjá sig. Valur hélt áfram að halda boltanum vel og sækja að marki KF/Dalvíkur. Snemma í síðari hálfleik var KF/Dalvík með slæma sendingu í öftustu varnarlínu og komst leikmaður Vals í boltann og kom honum í netið. Valur því komið í 1-0 og í góðri stöðu. KF/Dalvík þurfti töluvert að vera hreinsa boltanum fram til að losa um erfiða stöðu þegar Valur var að pressa, og var því ekki eins mikið um góðar sendingar eins og í fyrri leik liðsins.

Þjálfari KF/Dalvíkur var eitthvað ósáttur með annan dómarann og kallaði til hans og hlaut gult spjald að launum.

Um miðjan síðari hálfleik komst Valur í skyndisókn upp hægri kanntinn og reyndi markmaður KF/Dalvíkur að ná til boltans, en sóknarmaður Vals kom boltanum aftur í netið og staðan orðin 2-0.

KF/Dalvík sótti að marki Vals undir lok leiksins og voru hársbreidd frá því að setja boltann í netið eftir þunga sókn og var Vals liðið í nauðvörn. Keimlík sókn og í fyrri leik dagsins sem endaði þar með marki.

Dómarinn flautaði skömmu síðar og niðurstaðan 2-0 sigur Vals, sem var sterkara liðið í þessum leik.

Eftir tvær umferðir þá er Valur efst með 6 stig, KF/Dalvík í 2. sæti með 3 stig, Þróttur í 3. sæti með 3 stig og Fjölnir án stiga.

KF/Dalvík mætir Þrótti á morgun eftir hádegið.