Meistaraflokkur kvenna hjá Dalvík/Reyni lék við Einherja frá Vopnafirði í gær í 2. deild kvenna í knattspyrnu. Einherji er að keppa um efstu sætin í deildinni en D/R hefur verið í neðri hluta deildarinnar. Búist var við erfiðum leik. D/R stelpurnar náðu góðu jafntefli við KR í síðustu umferð og var það fyrsta stigið í sumar.

Ekkert mark var skoraði í fyrri hálfleik og var því staðan 0-0 þegar dómarinn flautaði til leikhlés.

Krista Sól Nielsen skoraði fyrsta mark leiksins fyrir D/R á 69. mínútu og leiddu þær því 1-0 þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum.

Gestirnir jöfnuðu leikinn þegar tæpar 10 mínútur voru eftir af leiknum, staðan orðin 1-1.

Hvorugu liðinu tókst að skora það sem eftir lifið leiks og náði D/R í gott jafntefli á heimavelli og eru komnar í 11. sæti deildarinnar (þriðja neðsta) með tvö stig.