Kristján L. Möller tilkynnti fyrir stundu að hann muni ekki leitast eftir endurkjöri í Norðaustur kjördæmi í komandi alþingiskosningum sem boðaðar eru í haust. Kristján tók fyrst sæti á Alþingi sem þingmaður gamla Norðvestur kjördæmis eftir alþingiskosningarnar þann 8. maí 1999 og frá því að kjördæmaskipan var breytt 2003 og hefur setið sem þingmaður Norðaustur kjördæmis. Árin á þingi eru því orðin 17 talsins og löggjafarþingin 22.