Föstudaginn 1. ágúst fer fram Krílamót BYKO í strandblaki á strandblaksvellinum við Rauðku á Siglufirði. Mótið hefst kl 15:00 og eru tveir, tvær eða tvö saman í liði. Skráning á mótið og nánari upplýsingar eru hjá Önnu Maríu í síma 699-8817.