Krapi og skafrenningur er á Öxnadalsheiði, aðstæður þar eru erfiðar og eru vegfarendur beðnir að fara varlega. Bent er á hjáleið fyrir bíla sem ekki eru búnir fyrir vetrar aðstæður um Tröllaskaga (veg 82 og 76).
Frá þessu er greint á vef Vegagerðinnar síðdegis í dag.