Bláahúsið

Laugardaginn 4. febrúar næstkomandi verður haldið kótilettukvöld til styrktar varðveislu sögu Knattspyrnufélags Siglufjarðar (KS), en mikil vinna hefur þegar farið fram við varðveislu sögunnar. Herslumun vantar til þess að safna saman gögnum, taka saman og koma í horf sem aðgengilegt verður almenningi á vefnum.

Miðafjöldi verður takmarkaður í borðhaldið en jafnframt hafa eldri borgarar möguleika á því að fá heimsendingu.

Tekið verður við skráningum í borðhald og pantanir frá og með 20. janúar með því aðsenda tölvupóst á brynjar@siglosport.is eða í síma 869-8483.

Nánari upplýsingar auglýstar síðar.