Lögreglan í Fjallabyggð fékk tilkynningu um kl. 23:30 í gærkvöldi um slys þar sem kona hafði fallið um fjóra metra af bakka og niður í fjöru við Hauganes.

Betur fór en á horfðist og konan lítið slösuð. Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna slyssins en afboðaðar stuttu síðar þegar ljóst þótti að hægt var að koma konunni til aðstoðar frá landi en mögulega var talið að sækja þyrfti hana í fjöruna, frá sjó.