Fræðslu- og menningarfulltrúi Fjallabyggðar hvetur bæjarstjórn til að ráða starfsmann í 50% fast starf 2012 á Náttúrugripasafnið á Ólafsfirði til að uppfylla lög og skyldur um söfn á Íslandi.

Einnig óskar fræðslu- og menningarfulltrúi Fjallabyggðar eftir því að tekið verði til umfjöllunar við gerð 2012 og næstu ár að koma listaverkaeign Fjallabyggðar í viðunandi horf og að bæjarstjórn hugi einnig að því að koma safninu í framtíðarhúsnæði á jarðhæð.

Menningarnefnd Fjallabyggðar telur brýnt að láta gera við þau listaverk sem eru skemmd og leggur til að tillögur fræðslu- og menningarfulltrúa verði hrint í framkvæmd.