Í vikunni kom háttvirtur sjeik frá Barein í opinbera heimsókn á Síldarminjasafnið á Siglufirði. Shaikh Khalifa bin Ahmed Al Khalifa er forseti menningar- og fornminja í konungsríkinu Barein og lagði hann leið sína til Íslands til þess eins að heimsækja Síldarminjasafnið.
Voru honum og samferðafólki hans veittar góðar móttökur og kynnt fyrir þeim starfsemi safnsins og saga síldarinnar meðan gengið var um safnhúsin.
Starfsfólk Síldarminjasafnsins ásamt safnstjóra eru hér á myndinni með Shaikh Khalifa og fylgdarfólki.