Hitinn lækkaði töluvert í nótt á Siglufirði og mældist hitinn lægstur í nótt 3.9° kl. 05:00 en var kominn í 6.6° kl. 10:00 í morgun. Ögn hlýrra var í Ólafsfirði í nótt en þar var hitinn 5,4° lægstur kl. 06:00. Klukkan 10:00 var þó hitinn kominn í 7.7 gráður. Vonandi að tjaldgestir í Fjallabyggð hafi verið vel búnir í nótt.

Á Akureyri mældist hitinn lægstur 6,5°í nótt kl. 05:00 en var kominn í 9,7°kl. 10:00.