Þessi vetur hefur verið sá snjóþyngsti í Dalvíkurbyggð um árabil. Það byrjaði að snjóa í lok október 2012 og síðan hefur snjórinn hlaðist upp í skafla, sums staðar margra metra djúpa.  Snjómoksturstæki hafa haft nóg að gera og götur að mestu orðnar auðar.  Íbúar eru farnir að nota reiðhjólin eftir langan vetur.

Íþróttasvæði Dalvíkur hefur verið undir tveggja metra snjóþykkt. Fyrsti heimaleikur meistaraflokks Dalvíkur/Reynis er 4. maí næstkomandi en þá er bikarleikur.

Brugðið var á það ráð að moka og blása burtu hluta af snjónum. Síðustu daga hafa því snjótroðari skíðafélagsins og tvær vinnuvélar hamast við að moka burtu snjó en mönnum reiknast til að samtals sé búið að moka og blása burtu af vellinum um 12.000 rúmmetrum af snjó. Það eru um það bil 1000 fullir vörubílar af snjó.

Dalvíkurvöllur

Heimild og mynd: dalvik.is