KF mun hefja næsta tímabil á útileik gegn Völsungi á Húsavík í 1. umferð 2. deildar karla í knattspyrnu.  í 2. umferðinni kemur svo Afturelding í heimsókn í Fjallabyggð og spilar við KF á Ólafsfjarðarvelli.  KF á svo útileik í 3. umferð gegn Reyni í Sandgerði. Í 4. umferðinni er svo nágrannaslagurinn gegn Dalvík/Reyni á Ólafsfjarðarvelli.

Í fyrstu deild karla í knattspyrnu hefja nýliðar Tindastóls mótið með útileik gegn Haukum í Ásgarði. Þá spila KA menn við ÍR í Breiðholti. Þórsarar sem féllu úr efstu deild eiga heimaleik gegn Leikni Reykjavík á Þórsvelli. Það verða því þrjú lið frá Norðurlandi sem spila í 1. deild karla í knattspyrnu næsta sumar.

Hægt er að skoða alla leiki fyrir 2.deild karla hér.

1.deild karla í knattspyrnu árið 2012 er hér.